Um okkur

Framsækið fyrirtæki 

Teymið okkar samanstendur af einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn sem áður hafa starfað á vettvangi markaðsmála, hugbúnaðarþróunnar, kerfismála, vefhönnunar, verkefnastjórnunar og viðskipta. Það sem sameinar okkur helst er sameiginleg sýn okkar og gildi, en saman höfum við unnið að innleiðingu Microsoft Dynamics 365 CRM/Customer Engagement kerfa síðastliðin sex ár. Við erum nýjungasinnaðir, markaðsþenkjandi, framsæknir og lausna- og viðskiptamiðaðir.

Grunngildi okkar og sýn

Heiðarleiki

Við vinnum fyrir aðra eins og við myndum vilja að þeir myndu vinna fyrir okkur. Með heiðarleika og vinnusemi byggjum við upp gott viðskiptasamband frá upphafi sem byggir á trausti og auknu virði fyrir viðskiptavini okkar.

Iðkum það sem við kennum

Við innleiðingu á CRM leggjum við megináherslu á þátttöku viðskiptavinar (e. Customer Engagement) í öllu ferlinu og að upplýsingar séu aðgengilegar svo hægt sé að veita sem besta þjónustu.

Við hlustum og lærum

Það fyrsta sem við gerum er að hlusta á viðskiptavininn og læra. Við viljum þekkja rekstur hans í þaula til þess að getað skapað raunverulegt virði með innleiðingunni.

Í vinnunni er gott að vera

Við viljum að vinnustaðurinn okkar sé góður staður þar sem gaman er að vera. Meginástæða þess að Merit var stofnað var að skapa vinnuaðstæður þar sem allir eru ánægðir og stemningin frábær.

Teymið

Ragnar Hilmarsson

Ragnar Hilmarsson

Microsoft sérfræðingur

Ragnar er með 8 ára reynslu í Microsoft CRM/Dynamics 365. Hefur starfað í tölvugeiranum frá 2001 við kerfisstjórn og forritun. Er  með Microsoft Dynamics 365 Customer Engagement Online Deployment próf  ásamt mörgum eldri prófum frá Microsoft.

Sími: 8605190

Reynir Kristjánsson

Reynir Kristjánsson

Forritari/ráðgjafi

Reynir er með 7 ára reynslu í Microsoft CRM / Dynamics 365.  Hefur starfað í tölvugeiranum frá 1987 við hönnun og þróun hugbúnaðar ásamt verkefnastjórn og hópstjórn.  Útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá EDB skólanum í Danmörku 1987 og hefur unnið í faginu síðan.  Er Certified Scrum Master og með Microsoft Dynamics 365 Customization and Configuration próf, ásamt mörgum eldri CRM prófum frá Microsoft.

Sími: 6665151

Sigursteinn Brynjólfsson

Sigursteinn Brynjólfsson

Framkvæmdastjóri/Ráðgjafi

Sigursteinn hefur 6 ára starfsreynslu úr Microsoft Dynamics 365 Customer Engagement / CRM. Hann hefur jafnframt 15 ára reynslu af verkefnastjórnun á hugbúnaðarsviði. Hann hefur B.Sc. próf í International Marketing frá Háskólanum í Reykjavík og kláraði Iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Hann hefur jafnframt próf í Microsoft Dynamics Sales.

Sími: 7834100

Daníel Þórðarson

Daníel Þórðarson

Forritari/ráðgjafi

Daníel hefur sex ára starfsreynslu úr Microsoft Dynamics 365 Customer Engagement/CRM en hefur áður starfað sem vefforritari og viðskiptafræðingur. Hann hefur B.S próf í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík, B.S próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.S próf í viðskiptafræði frá sama skóla. Þá  hefur hann Microsoft Dynamics Customization and Configuration CRM próf.

Sími: 6957382